4 link fóðringar og stífuendar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 71
- Skráður: 01.feb 2014, 22:05
- Fullt nafn: Jónas Jónatansson
- Bíltegund: Willys CJ7
4 link fóðringar og stífuendar
Hvar er mesta úrvalið hér af fóðringum sem hægt er að nota við smíði á fjöðrun t.d 4 link? Eða er bara best að kaupa þetta að utan.
Það eru til stálkúluendar á stífur sem geta betur tekið upp snúning en hefðbundnar gúmmífóðringar. Með þeim má fá meiri veltu á hásingarnar. Hafa menn reynslu af þeim? Eða er betra að halda sig við gúmmífóðringar þó þær ráði við minni snúning.
Eg er hálf hræddur við að sú stálkúluendar geti leitt högg og dynki um allt í venjulegum akstri. Amk að framan. Lookar þó vel í svona rock crawling dæmi.
Væri gaman að heyra reynslu spjallverja af þessu.
Það eru til stálkúluendar á stífur sem geta betur tekið upp snúning en hefðbundnar gúmmífóðringar. Með þeim má fá meiri veltu á hásingarnar. Hafa menn reynslu af þeim? Eða er betra að halda sig við gúmmífóðringar þó þær ráði við minni snúning.
Eg er hálf hræddur við að sú stálkúluendar geti leitt högg og dynki um allt í venjulegum akstri. Amk að framan. Lookar þó vel í svona rock crawling dæmi.
Væri gaman að heyra reynslu spjallverja af þessu.
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Benz fjaðragúmmí og málið dautt.
Land Cruiser í þverstífuna að framan.
Land Cruiser í þverstífuna að framan.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Ólíkt mörgum finnst mér þessar svokölluðu Benz fóðringar ekkert sérstakar (er með svoleiðis í 4 link að aftan í jeppanum mínum). Mér finnst þær allt of mjúkar (of mikil velta á hásingunni við inngjöf og bremsu) og finnst galli að ekki sé stálhólkur utan um þær en ég hef séð þær opnast nokkuð þegar bíllinn misfjaðrar.
Það er hægt að kaupa Musso fóðringar á góðu verði hjá Bílabúð Benna (minnir að það sé ca 2000 kall stykkið), þær eru mikið betri og passa beint í 50 mm glussarör þannig að það er lítið mál að smíða stífurnar. Þær eru aðeins sem mér finnst sjálfum ágætt. Held það sé ekki sniðugt að eltast við of mikla hreyfigetu í stífum nema maður ætli bara að klöngrast í klettum á 5 km hraða.
Í minni hjálparsveit er 44" bíll með svona Musso fóðringar í 4 link að aftan og hafa verið til friðs þá tæpu 70.000 km sem er búið að aka þeim bíl þannig að ég get ekki annað en mælt með þessu.
Það er hægt að kaupa Musso fóðringar á góðu verði hjá Bílabúð Benna (minnir að það sé ca 2000 kall stykkið), þær eru mikið betri og passa beint í 50 mm glussarör þannig að það er lítið mál að smíða stífurnar. Þær eru aðeins sem mér finnst sjálfum ágætt. Held það sé ekki sniðugt að eltast við of mikla hreyfigetu í stífum nema maður ætli bara að klöngrast í klettum á 5 km hraða.
Í minni hjálparsveit er 44" bíll með svona Musso fóðringar í 4 link að aftan og hafa verið til friðs þá tæpu 70.000 km sem er búið að aka þeim bíl þannig að ég get ekki annað en mælt með þessu.
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Fjaðrabúðin partur er með stífugúmmí fyrir Fordana á 4000kr stk. og sjálfsagt fleiri gerðir. Mæli með þeim.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 2670
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Það eru til kúluliðir sem eru ekki "járn í járn"
Þessir eru frá Currie Enterprises og svörtu hringirnir eru úr stífu úreþani.
Yfirleitt er líka settur smurkoppur á þessa liði.
Þessir eru frá Currie Enterprises og svörtu hringirnir eru úr stífu úreþani.
Yfirleitt er líka settur smurkoppur á þessa liði.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Hvar fær maður 50mm glussarör og hvað kostat þannig?
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
biturk wrote:Hvar fær maður 50mm glussarör og hvað kostat þannig?
Ertu ekki ennþá á Akureyri?
Straumrás á þetta pottþétt og eru mjög líklega til í að saga af rörum, Ferro-Zink á örugglega eitthvað en vilja eflaust selja þér 6 metra rör og Slippurinn gæti átt búta sem hægt er að kaupa af lagernum.
Ekki veit ég hvað þetta kostar samt.
-
- Innlegg: 2135
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Ferro - Zink Akureyri hefur alltaf látið mig hafa það sem ég hef beðið um, jafnvel stubba ekkert mál.
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Jonasj wrote:Hvar er mesta úrvalið hér af fóðringum sem hægt er að nota við smíði á fjöðrun t.d 4 link? Eða er bara best að kaupa þetta að utan.
Það eru til stálkúluendar á stífur sem geta betur tekið upp snúning en hefðbundnar gúmmífóðringar. Með þeim má fá meiri veltu á hásingarnar. Hafa menn reynslu af þeim? Eða er betra að halda sig við gúmmífóðringar þó þær ráði við minni snúning.
Eg er hálf hræddur við að sú stálkúluendar geti leitt högg og dynki um allt í venjulegum akstri. Amk að framan. Lookar þó vel í svona rock crawling dæmi.
Væri gaman að heyra reynslu spjallverja af þessu.
Ástæðan fyrir því að menn nota gúmí en ekki stál-kúlu-liði er fyrst og fremst til að deyfa titring og högg frá fjöðruninni uppí bílinn. Þessvegna er stálið notað í keppnis bíla þar sem þægindin eru aukaatriði, en stillimöguleikar og nákvæmni í afstöðu aðalatriði.
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Ég mundi ekki nota rod enda í bíl sem á að nota dags dagleg eftir að hafa keyrt rally bíl því hávaðin og lætin eru ekker smá það er eins og allt sé að fara fjandans til
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Rörin fást til dæmis í Barka
-
- Innlegg: 232
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Kiddi wrote:Ólíkt mörgum finnst mér þessar svokölluðu Benz fóðringar ekkert sérstakar (er með svoleiðis í 4 link að aftan í jeppanum mínum). Mér finnst þær allt of mjúkar (of mikil velta á hásingunni við inngjöf og bremsu) og finnst galli að ekki sé stálhólkur utan um þær en ég hef séð þær opnast nokkuð þegar bíllinn misfjaðrar.
Það er hægt að kaupa Musso fóðringar á góðu verði hjá Bílabúð Benna (minnir að það sé ca 2000 kall stykkið), þær eru mikið betri og passa beint í 50 mm glussarör þannig að það er lítið mál að smíða stífurnar. Þær eru aðeins sem mér finnst sjálfum ágætt. Held það sé ekki sniðugt að eltast við of mikla hreyfigetu í stífum nema maður ætli bara að klöngrast í klettum á 5 km hraða.
Í minni hjálparsveit er 44" bíll með svona Musso fóðringar í 4 link að aftan og hafa verið til friðs þá tæpu 70.000 km sem er búið að aka þeim bíl þannig að ég get ekki annað en mælt með þessu.
Eru þetta ekki fóðringarnar sem fást í ET og fjaðrabúðini partur sem þú ert að tala um? Ca 48-50mm að utan? Veistu nokkuð hvað gatið í hólkunum er hjá þér? mér var sagt að þær þyrftu að vera stífar í en það finnst mér ansi teigjanlegt hugtak þegar gúmmí er annars vegar . Ég ætlaði nefninlega að renna hólka og reyna að hafa brjóst í miðjuni en veit ekkert hvað ég á að hafa þetta stíft
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Óttar wrote:Kiddi wrote:Ólíkt mörgum finnst mér þessar svokölluðu Benz fóðringar ekkert sérstakar (er með svoleiðis í 4 link að aftan í jeppanum mínum). Mér finnst þær allt of mjúkar (of mikil velta á hásingunni við inngjöf og bremsu) og finnst galli að ekki sé stálhólkur utan um þær en ég hef séð þær opnast nokkuð þegar bíllinn misfjaðrar.
Það er hægt að kaupa Musso fóðringar á góðu verði hjá Bílabúð Benna (minnir að það sé ca 2000 kall stykkið), þær eru mikið betri og passa beint í 50 mm glussarör þannig að það er lítið mál að smíða stífurnar. Þær eru aðeins sem mér finnst sjálfum ágætt. Held það sé ekki sniðugt að eltast við of mikla hreyfigetu í stífum nema maður ætli bara að klöngrast í klettum á 5 km hraða.
Í minni hjálparsveit er 44" bíll með svona Musso fóðringar í 4 link að aftan og hafa verið til friðs þá tæpu 70.000 km sem er búið að aka þeim bíl þannig að ég get ekki annað en mælt með þessu.
Eru þetta ekki fóðringarnar sem fást í ET og fjaðrabúðini partur sem þú ert að tala um? Ca 48-50mm að utan? Veistu nokkuð hvað gatið í hólkunum er hjá þér? mér var sagt að þær þyrftu að vera stífar í en það finnst mér ansi teigjanlegt hugtak þegar gúmmí er annars vegar . Ég ætlaði nefninlega að renna hólka og reyna að hafa brjóst í miðjuni en veit ekkert hvað ég á að hafa þetta stíft
Þessar fóðringar sem ég var að vitna í, og eru til hjá Fjaðrabúðinni Partur, eru með stálhólk að utan 46,4mm utanmál og fyrir 18mm bolta, lengdin er svo 66,8mm. Hvort að þetta séu Benz fóðringar eða ekki, hef ég ekki hugmynd um.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
ég vil ekki sjá þessar fóðringar úr Parti og ET, alltof mjúkar og endast illa miðað við mína reynslu. Entist ekki einu sinni í kerru sem ég var með.
Ég hef notað LC80 fóðringar, en Musso veit ég að eru fínar líka. Mæli með LC80 þverstífufóðringum í allar þverstífur, bæði framan og aftan.
Ég hef notað LC80 fóðringar, en Musso veit ég að eru fínar líka. Mæli með LC80 þverstífufóðringum í allar þverstífur, bæði framan og aftan.
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Bskati segir
,,,,,ég vil ekki sjá þessar fóðringar úr Parti og ET, alltof mjúkar og endast illa miðað við mína reynslu. Entist ekki einu sinni í kerru sem ég var með.,,,,,
þetta finnst mér skrítin ending , þessi gúmmí eru að endast mörg ár í 46 tommu Ford Excursion bílum t.d.
,,,,,ég vil ekki sjá þessar fóðringar úr Parti og ET, alltof mjúkar og endast illa miðað við mína reynslu. Entist ekki einu sinni í kerru sem ég var með.,,,,,
þetta finnst mér skrítin ending , þessi gúmmí eru að endast mörg ár í 46 tommu Ford Excursion bílum t.d.
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
En sammála Bskati með LC 80 fóðringarnar þær eru frábærar í þverstífur :)
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Óttar wrote:Kiddi wrote:Ólíkt mörgum finnst mér þessar svokölluðu Benz fóðringar ekkert sérstakar (er með svoleiðis í 4 link að aftan í jeppanum mínum). Mér finnst þær allt of mjúkar (of mikil velta á hásingunni við inngjöf og bremsu) og finnst galli að ekki sé stálhólkur utan um þær en ég hef séð þær opnast nokkuð þegar bíllinn misfjaðrar.
Það er hægt að kaupa Musso fóðringar á góðu verði hjá Bílabúð Benna (minnir að það sé ca 2000 kall stykkið), þær eru mikið betri og passa beint í 50 mm glussarör þannig að það er lítið mál að smíða stífurnar. Þær eru aðeins sem mér finnst sjálfum ágætt. Held það sé ekki sniðugt að eltast við of mikla hreyfigetu í stífum nema maður ætli bara að klöngrast í klettum á 5 km hraða.
Í minni hjálparsveit er 44" bíll með svona Musso fóðringar í 4 link að aftan og hafa verið til friðs þá tæpu 70.000 km sem er búið að aka þeim bíl þannig að ég get ekki annað en mælt með þessu.
Eru þetta ekki fóðringarnar sem fást í ET og fjaðrabúðini partur sem þú ert að tala um? Ca 48-50mm að utan? Veistu nokkuð hvað gatið í hólkunum er hjá þér? mér var sagt að þær þyrftu að vera stífar í en það finnst mér ansi teigjanlegt hugtak þegar gúmmí er annars vegar . Ég ætlaði nefninlega að renna hólka og reyna að hafa brjóst í miðjuni en veit ekkert hvað ég á að hafa þetta stíft
Benz fóðringarnar sem ég tala um (og er ekki sáttur við) eru frá ET. Þegar ég hef notað slíkar fóðringar þá hef ég notað hólkana sem þeir selja í ET, ég man ekki utanmálið í svipinn en breiddin á hólknum innst í fóðringunni er 70 mm.
Þessar fóðringar hafa sjálfsagt verið með því hentugra í svona smíði hér áður fyrr en nú þegar það er hægt að fá t.d. Musso fóðringarnar á góðu verði sem eru hugsaðar í 4 link fjöðrun og með stálhólk utanum finnst mér ekki spurning að nota þær frekar, auk þess sem mér finnst Benz fóðringarnar of mjúkar.
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Brjotur wrote:Bskati segir
,,,,,ég vil ekki sjá þessar fóðringar úr Parti og ET, alltof mjúkar og endast illa miðað við mína reynslu. Entist ekki einu sinni í kerru sem ég var með.,,,,,
þetta finnst mér skrítin ending , þessi gúmmí eru að endast mörg ár í 46 tommu Ford Excursion bílum t.d.
Það hljóta þá að vera til fleiri gerðir, ég var með ET fóðringar í gamla hiluxnum mínum, c.a. 50-60 mm þvermál, ca. 40 mm á lengd, og þetta var allt á fleygi ferð, og entist c.a. 70-80 þús km, var ónýtt þegar ég seldi bílinn. Þekki þetta úr fleiri svipuðum bílum.
Kerra sem ég hefði umsjón með var með fjaðrafóðringum úr parti, frekar langar og mjóar, entist í 5 ár.
Trúi ekki að þessar sömu fóðringar endist í 4 tonna bíl, það hljóta að vera aðrar
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
-
- Innlegg: 300
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
ef ég man rétt þá er ET með tvær gerðir og þessi ódýrari hefur ekki verið að endast meðan sú dýrari endist
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 232
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Ég fór í ET um daginn og var að spurja um þessa fóðringar og þeir gátu eiginlega ekki sagt mér hver væri munurinn á dýrari og ódýrari. Svo keypti ég eina til að mæla og pæla og þá er búið að slípa öll númer af henni...
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Þetta eru sömu fóðringar og þeir eru að nota upp í Breytir í 46-49" Fordana að aftan, sem ég er að vitna í. En það væri gaman að fá að vita það, hver raunveruleg ending er í þeim bílum. Þannig að menn séu ekki að bera saman epli og appelsínu. Fyrir mína parta, þá finnst mér ekki nóg að segja að hluturinn sé ætlaður í Benz. Það er til Benz fólksbíll og það er líka til Benz rúta eða vörubíll. þessir bílar eru ekki að nota sömu fóðringarnar, þó þeir séu framleiddir af Mercedes-Benz. Nenni ekki að nota þetta, ef þetta er eitthvað dót, en hef ekki heyrt það ennþá að svo sé. Fræðið þið mig.
Fer það á þrjóskunni
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Það eru allskyns kínaframleiðendur að búa til gúmmí sem passa í staðinn fyrir Benz gúmmíin. Svo er þetta selt á mis uppsprengdu verði hér þegar þetta kostar ca $1 stykkið frá Kína, en þá þarf að tak amk 500 stykki í einu.
Teikningar og spekkur eru ekki fáanlegar frá þeim heldur, og þeir geta ekki svarað því hvort stál-millihólkurinn(sem á að vera utanum hólkinn sem maður herðir á og er með 12 eða 16mm gati) er á sínum stað eða ekki.
Ég veit þetta vegna þess að ég var að spá í að taka slurk frá Kína, en hætti við þegar viðvörunarljós kviknuðu.
Ég tel líklegast að menn hafi verið að brenna sig á lélegu aftermarket dóti. Svo skiptir máli að hafa bil á milli stífa þokkalegt niðri við hásingu.
kv
Grímur
Teikningar og spekkur eru ekki fáanlegar frá þeim heldur, og þeir geta ekki svarað því hvort stál-millihólkurinn(sem á að vera utanum hólkinn sem maður herðir á og er með 12 eða 16mm gati) er á sínum stað eða ekki.
Ég veit þetta vegna þess að ég var að spá í að taka slurk frá Kína, en hætti við þegar viðvörunarljós kviknuðu.
Ég tel líklegast að menn hafi verið að brenna sig á lélegu aftermarket dóti. Svo skiptir máli að hafa bil á milli stífa þokkalegt niðri við hásingu.
kv
Grímur
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
ég hef keyft þessi gúmmí í ET og einhverri búð á smiðjuvegi sem selur Bens varahluti , við hliðina á BSA búðinni og það er að sjálfsögðu ekki rétt að kaupa fóðringar í framfjaðrir ,þær eru ekki að gera sig , en þessar úr Et eru enn t.d. í Econoline sem ég breytti fyrir hvað 3 eða 4 árum og búið að keyra hann á milli 100.000 og 150.000 km síðan :)
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Brjotur wrote:ég hef keyft þessi gúmmí í ET og einhverri búð á smiðjuvegi sem selur Bens varahluti , við hliðina á BSA búðinni og það er að sjálfsögðu ekki rétt að kaupa fóðringar í framfjaðrir ,þær eru ekki að gera sig , en þessar úr Et eru enn t.d. í Econoline sem ég breytti fyrir hvað 3 eða 4 árum og búið að keyra hann á milli 100.000 og 150.000 km síðan :)
Var það ekki AP Varahlutir, Var einmitt bent á að fara þangað til að kaupa Unimog stýrisenda.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1922
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Ég notaði ET fóðringar(ódýrari gerðina) og hólka í súkkuna sálugu að aftan og það var svolítið lifandi en allt í lagi undir svo léttum og afllausum bíl,
er núna með Musso fóðringar og 50mm rör sem hólka og bæði ódýrara og meira traustvekjandi, mjög langar stífur á 46" ford og þetta heldur bara kjafti undir öllum aðstæðum ekkert hopp og engin hreyfing ekkert vesen en ekki komin mikill akstur á þær en hef ekki trú á öðru en að þær endist bara
er núna með Musso fóðringar og 50mm rör sem hólka og bæði ódýrara og meira traustvekjandi, mjög langar stífur á 46" ford og þetta heldur bara kjafti undir öllum aðstæðum ekkert hopp og engin hreyfing ekkert vesen en ekki komin mikill akstur á þær en hef ekki trú á öðru en að þær endist bara
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Sælir
Hvar hafa menn verið að kaupa rör til þess að nota með Musso fóðringunum?
Hvar hafa menn verið að kaupa rör til þess að nota með Musso fóðringunum?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 71
- Skráður: 01.feb 2014, 22:05
- Fullt nafn: Jónas Jónatansson
- Bíltegund: Willys CJ7
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Veit einhver hvar ég fæ fóðringar í four link. Utanmál 50.5-51mm, breidd boltahólks 47 og 38 er breidd fóðringar. Boltagat er 16mm.
-
- Innlegg: 1922
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Jonasj wrote:Veit einhver hvar ég fæ fóðringar í four link. Utanmál 50.5-51mm, breidd boltahólks 47 og 38 er breidd fóðringar. Boltagat er 16mm.
Sæll Jónas, utanmálið á musso fóðringunum r eitthvað rétt rúmlega 50mm, man breiddina ekki og man ekki hvort boltagatið er 14 eða 16mm en benni getur svarað því
EBR wrote:Sælir
Hvar hafa menn verið að kaupa rör til þess að nota með Musso fóðringunum?
ég keypti heildregið í ferrozink og lét renna innúr því fyrir mig, fékk síðar að vita að til er rör(vökvaþrýstirör) frá Guðmund arasyni sem hægt er að nota, hefði betur vitað af því fyrr...!
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 71
- Skráður: 01.feb 2014, 22:05
- Fullt nafn: Jónas Jónatansson
- Bíltegund: Willys CJ7
Re: 4 link fóðringar og stífuendar
Musso fóðringar eru 50. Aðeins minni. 14mm bolti
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur